Akureyri án listnáms er eins og steikhús án béarnaise

Akureyri án listnáms er eins og steikhús án béarnaise

Afar fjölsótt málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri var haldið í Listasafni Akureyrar í síðustu viku. Með framsögur fóru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands og Anna Richards, dansari, gjörningalista- og kvikmyndagerðakona.

Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er eitt af áhersluverkefnum SSNE þar sem meginmarkmið þess er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista. Nánar má lesa um málþingið á vef SSNE með því að smella hér.

Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikari og vandræðaskáld skemmti gestum með frumsaminni tónlist eins og honum einum er lagið við góðar undirtektir. Lagið átti sannarlega vel við tilefni dagsins og sagði hann léttur í bragði að Akureyri án listnáms væri eins og steikhús án Béarnise. Flutning hans má sjá hér fyrir neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó