Akureyri annað af tveimur sveitarfélögum af 15 sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa

Akureyri annað af tveimur sveitarfélögum af 15 sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa

Aðeins Akureyri og Garðabær bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa, af þeim 15 sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nær til.  Ekkert sveitarfélag er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa. Í tveimur sveitarfélögum, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið í þeim sveitarfélögum.

Öll 15 sveitarfélögin bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir forgangshópa en einungis fjögur þeirra bjóða upp á lægri gjöld fyrir skóladagvistun/frístund. Greiðslur foreldra sem tilheyra forgangshópum hækka því í mörgum tilfellum töluvert milli skólastiga en hækka síður hjá þeim sem greiða almenn gjöld. Forgangshópar greiða því í flestum tilfellum sömu gjöld og aðrir þegar börnin eru komin í grunnskóla. Mjög misjafnt er hverjir tilheyra forgangshópum hjá sveitarfélögunum og greiða lægri gjöld. Algengast er að einstæðir foreldrar og námsmenn greiði lægri leikskólagjöld en fá sveitarfélög bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir öryrkja og atvinnulausa. 

Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði hvernig kostnaður foreldra í 15 stærstu sveitarfélögum landsins breytist við að barn færist frá leikskóla yfir í skóladagvist/frístund og hverjir það eru sem tilheyra forgangshópum og hafa kost á að greiða lægri gjöld. Miðað var við eitt barn í vistun í 8 tíma á leikskóla með mat og í 3 tíma í skóladagvist með mat og síðdegishressingu. Sjá nánar hér

UMMÆLI