Akureyri er efst á óskalista þeirra erlendu ferðamanna sem vilja komast í svalara loftslag vegna vaxandi hita í sunnanverðri Evrópu og víðar þar sem hvert hitametið af öðru hefur verið slegið. Fréttastofa RÚV greindi frá um helgina og þar segir:
„Akureyri er efst á lista yfir áhugaverðustu áfangastaði þeirra erlendu ferðamanna sem vilja kæla sig niður í sumar vegna vaxandi hita í löndunum fyrir sunnan okkur. Þetta sýnir úttekt bresku ferðaskrifstofunnar Inghams.“
UMMÆLI