Akureyri – Færeyjar

Færeyska ferðaskrifstofan Tur.fo auglýsir beint flug frá Akureyri til Færeyja 22. til 25 febrúar og 29. febrúar til 3. mars 2024.
Flugin út eru á fimmtudegi 22. og 29. febrúar klukkan 10:00 og til baka á sunnudegi 25. febrúar og 3. mars klukkan 18:00. Flugtíminn er rúmlega 1 klukkustund.

Hægt er að panta einungis flugsæti eða flugsæti, hótel og far frá flugvelli að hóteli. Hótelin sem boðið verður uppá eru Hotel Føroyar, Hotel Djurhuus, Hotel Hafnia city center, Hotel Brandan og Hotel Tórshavn.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Tur www.tur.fo. Þar er einnig hægt að bóka í ferðina. Lesendur Kaffið.is fá 7% afslátt í ferðina með afsláttarkóðanum „kaffid.is“.

Flogið er með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með Airbus 320 þotu.

William (OY-RCJ)

1x 23 kg innrituð taska innifalin auk handfarangurs.

UMMÆLI