Akureyri – Færeyjar

Tur.fo í samstarfi við Kaffið.is auglýsa beint flug frá Akureyri til Færeyja 10. til 13. febrúar 2022. Athugið, í ferðina sem fer 3. til 6. febrúar eru öll sæti frátekin/uppseld.
Flogið er út á fimmtudeginum 3. febrúar klukkan 09:45 og til baka á sunnudeginum 6. febrúar klukkan 20:30. Flugtíminn er rúmlega 1 klukkustund.

Hægt er að panta einungis flugsæti fyrir 25.995 kr. báðar leiðir eða flugsæti, hótel og far frá flugvelli að hóteli á 59.500 kr. (miðað við tveggja manna herbergi)
Börn 13 ára og yngri greiða 19.900 kr. fyrir flugsætin og 49.950 fyrir flugsæti, hótel og far frá flugvelli að hóteli.
Börn yngri en 2 ára fá frítt með foreldrum.

Flogið er með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með Airbus 320 þotu.

1x 23 kg innrituð taska innifalin auk handfarangurs.

Fylltu út formið hér að neðan til að bóka í ferðina, haft verður samband til að ganga frá greiðslu og staðfesta allar upplýsingar. Nánari spurningar má senda í tölvupósti á jonatan@kaffid.is


Hótelin:

Hotel Hafnia ***

Þriggja stjörnu hótel í miðbæ Þórshafnar. Smelltu hér til að skoða heimasíðu hótelsins.

Hotel Brandan ****

Vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í Þórshöfn. Smelltu hér til að skoða heimasíðu hótelsins.

UMMÆLI