beint flug til Færeyja

Akureyri sigraði Stjörnuna

Akureyri sigraði Stjörnuna

Akureyri hélt heldur betur lífi í draumnum um sæti í Olís deild karla fyrir næsta tímabil þegar liðið sigraði Stjörnuna í gær.

Leiknum lauk 27-25 fyrir Akureyri í Íþróttahöllinni í gær fyrir framan 580 áhorfendur.

Hafþór Már Vignisson og Ihor Kopyshynskyi voru atkvæðamestir í liði heimamanna með 5 mörk hvor. Í liði gestanna var Aron Dagur Pálsson sjóðandi heitur með 10 mörk.

Norðanmennirnir í liði Stjörnunnar, Árni Þór Sigtryggsson og Ragnar Snær Njálsson skoruðu sitthvort markið og þá varði Sveinbjörn Pétursson 9 skot.

Eftir leikinn er Akureyri enn í fallsæti stigi á eftir Fram þegar tveir leikir eru eftir af deildinni. Akureyri á FH á útivelli í næsta leik áður en ÍR kemur norður í lokaumferðinni. Fram eiga eftir Aftureldingu í Mosfellsbæ áður en ÍBV kemur í heimsókn í lokaumferðinni.

KA sitja í 9. sæti deildarinnar og eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en KA tapaði á heimavelli fyrir ÍBV á laugardaginn 28-30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó