Akureyri steinlá fyrir Val

Akureyri steinlá fyrir Val

Akureyri tók á móti Val í Olís deild karla í handbolta í dag.

Valur fóru létt með Akureyri en leikurinn endaði 22-31 fyrir Val.

Ihor Kopyshynskyi skoraði flest mörk Akureyrar en þó voru þau aðeins fjögur talsins.

Hjá Val var Akureyringurinn Anton Rúnarsson markahæstur með sex mörk og þar á eftir Róbert Aron Hostert með fimm.

Eftir leikinn í dag situr Akureyri á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir átta leiki.

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni laugardaginn 17. nóvember.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó