Akureyri til fyrirmyndar í móttöku flóttafólks

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar undirritar samninga um móttöku flóttafólks með Þorsteini Víglundssyni félags- og jafnréttismálaráðherra í upphafi árs.

Angelea Panos, doktor í sálfræði, segir Akureyrarbæ vera að vinna frábært starf þegar kemur að móttöku flóttafólks. Stuðnings­fjöl­skyld­ur og hvernig Ak­ur­eyri hef­ur tekið á móti flótta­fólki sé til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar. Angelea hefur unnið með stjórnvöldum undanfarið við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi.

Hún segir að það skipti miklu máli að þar starfi maður sem tal­ar bæði ar­ab­ísku og ís­lensku og hef­ur starfað tölu­vert í Mið-Aust­ur­lönd­um. Hann hef­ur búið á Íslandi í mörg ár og þekk­ir bæði til sýr­lenskr­ar og ís­lenskr­ar menn­ing­ar. Angelea segir það gríðarlega mikilvægt bæði fyrir flóttafólk og heimamenn að fá slíkan mann til starfa því það veiti bæði stuðning og öryggi.

„Það er unnið frá­bært starf á Ak­ur­eyri og ég vildi óska þess að þetta væri þannig alls staðar í heim­in­um þar sem tekið er á móti flótta­fólki,“ seg­ir Panos í viðtali á mbl.is.

Angelea fékk styrk frá Ful­brightstofn­uninni til að koma til landsins. Stofnunin veitir bandarískum sérfræðingum styrki til að koma til Íslands til kennslu- og rannsóknarstarfa. Angelea er sérhæfð í því hvernig eigi að veita fólki sem glímir við áfallastreituröskun aðstoð. Ítarlegt viðtal við Angeleu Panos um aðstæður flóttafólks og þjónustu við það má lesa á mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó