Akureyringar fá hæstu einkunn frá gestum Super Break: „Fólk verður ástfangið af Norðurlandi“

Akureyringar fá hæstu einkunn frá gestum Super Break: „Fólk verður ástfangið af Norðurlandi“

Chris Hagan-O’Doherty hjá Super Break fór yfir annan veturinn sem ferðaskrifstofan hefur verið með starfsemi á Norðurlandi í myndbandi sem Markaðsstofa Norðurlands birtir á Facebook.

Chris segir að annar veturinn hafi gengið frábærlega og að það sé að mörgu leyti frábæru viðmóti bæjarbúa að þakka

„Fólk verður ástfangið af Norðurlandi þegar það kemur hingað og raunar áður en þau lenda hér, venjulega er það þegar það flýgur hingað og kemur ofan í fjörðinn og sér áfangastaðinn í fyrsta sinn,“ segir Chris.

„Margt af þessu er viðmóti bæjarbúa að þakka. Frá lögreglunni sem sér um vegabréfaeftirlit á flugvellinum til fólks á börum, veitingahúsum og úti á götu, allir vilja tala við gestina og gefa þeim góð ráð og heyra sögu þeirra. Þetta er sannarlega sérstakt.“

Super Break áætlar að ferðamenn á þeirra vegum hafi eytt hátt í hálfum milljarði íslenskra króna í þjónustu, hvort sem það er gisting, veitingar, dagsferðir eða annað.

UMMÆLI

Sambíó