Akureyringar hvattir til að nýta sér frábærar aðstæður til útivistar

Akureyringar hvattir til að nýta sér frábærar aðstæður til útivistar

Undanfarna daga hefur verið lögð sérstök áhersla á að moka og hreinsa vel göngustíga innan Akureyrar til að auðvelda íbúum að stunda hreyfingu og njóta útiveru. Á vef Akureyrarbæjar segir að þetta sé hluti af aðgerðaáætlun bæjarins vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu, nú þegar margir þurfa að vera mikið heima og hefðbundið íþróttastarf getur raskast.

Á vef bæjarins segir: „Það hefur snjóað býsna mikið undanfarna viku, en búið er að moka allar helstu leiðir í bæjarlandinu, þar á meðal inn í Kjarnaskóg og hreinsa öll bílastæði þar og við Hamra.

Því er tilvalið að skella sér í göngu- eða hjólatúr um bæinn í dásamlegu veðri, fara í Kjarnaskóg eða Naustaborgir þar sem er líka flott gönguskíðafæri. Einnig er verið að ljúka við að hreinsa bílastæði við skúr Norðurorku á Súluvegi fyrir þá sem vilja ganga upp að Fálkafelli.

Eins og flestir vita skiptir regluleg hreyfing okkur miklu máli og sérstaklega á tímum sem þessum. Allir sem eiga þess kost eru hvattir til að hreyfa sig og nýta fjölbreytta útivistarmöguleika á Akureyri.“

Með því að smella hér má nálgast fallegar myndir sem María H. Tryggvadóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, tók á ferð sinni um bæinn.

Sambíó Sambíó

UMMÆLI