Prenthaus

Akureyringar – Ólafur Björnsson

Akureyringar – Ólafur Björnsson

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Akureyringa er rætt við Ólaf Björnsson eða Óla. Hann er framhaldsskólakennari og skíðagöngukappi sem hefur búið á Akureyri frá árinu 2001.

Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að því að kenna og þjálfa en nýtur þess einnig að vera með fjölskyldunni á gönguskíðum og í annarri útivist. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að ganga og slappa af, vera bara í ró og næði úti í náttúrunni. En keppnisskapið er ekki alveg farið,“ segir Óli sem átti farsælan keppnisferil á árum áður og keppti meðal annars á Heimsmeistaramótinu í skíðagöngu 1993.

Nánar er rætt við Óla í Akureyringum, hlaðvarpi Akureyrarbæjar sem er aðgengilegt í helstu streymisveitum. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu.

Sambíó

UMMÆLI