Akureyringar taka fagnandi á móti lægsta eldsneytisverði Atlantsolíu

Akureyringar taka fagnandi á móti lægsta eldsneytisverði Atlantsolíu

Akureyringar hafa tekið Bensínsprengju Atlantsolíu á bensínstöðinni við Baldursnes fagnandi og hefur stöðugur straumur viðskiptavina verið á stöðinni síðan að félagið hóf að bjóða Norðlendingum uppá lægsta eldsneytisverð sitt  fyrir rúmri viku síðan.

„Við höfum um langt skeið boðið ódýrara eldsneyti en gengur og gerist á bensínstöðinni okkar við Glerártorg en erum svo sannarlega stolt og glöð yfir þeim móttökum sem við höfum fengið á Baldursnesi, hinni bensínstöðinni okkar á Akureyri, enda bjóðum við uppá lægsta eldsneytisverðið okkar þar og það án allra afslátta,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu.

Atlantsolía reið á vaðið fyrir rúmri viku og hóf að bjóða upp á lægsta eldsneytisverðið á Akureyri. Bensínlítrinn þar er rúmum 37 krónum ódýrari en listaverð og dísillítrinn tæpum 30 krónum ódýrari.

„Þótt Atlantsolía sé eitt minnsta olíufélag landsins hefur fyrirtækið verið leiðandi í að halda virkri samkeppni á olíumarkaði og veita stóru olíufélögunum aðhald.  Með innkomu Costco vorið 2018 varð mikil breyting á eldsneytismarkaðnum. Atlantsolía ákvað að svara þeirri samkeppni af fullum þunga og við lækkuðum verðin svo um munaði á bensínstöðinni við Kaplakrika í Hafnarfirði. Viðskiptavinir okkar voru mjög ánægðir með okkar útspil þar og viðtökurnar voru framar vonum. Í fyrra ákvað Atlantsolía að bæta stöðinni við Sprengisand við og lækkaði verð sitt þar til jafns við Kaplakrika. Í ljósi frábærra undirtekta fannst okkur rökrétt að viðskiptavinir okkar á Norðurlandi fengju að njóta sömu kjara og viðskiptavinir okkar á suðvesturhorni landsins. Það skef tókum við því í síðustu viku og hafa viðbrögin ekki staðið á sér.“

UMMÆLI