Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir það vonbrigði að ákveðið hafi verið að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin án samráðs við bæjarstjórn bæjarins. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Sjá einnig: Loka fangelsinu á Akureyri
Þar segir Halla að fangar eigi að eiga rétt á því að afplána sem næst heimili sínu. Þrátt fyrir það sé fangelsinu í stærsta þéttbýlisstað fyrir utan höfuðborgarsvæðið lokað.
„Það er líka ámælisvert á hendi ríkisins að vera ekki í samtali eða samráði við okkur,“ segir Halla í samtali við fréttastofu RÚV.
Í umfjöllun RÚV um málið segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að aðgerðin sé sársaukafull en nauðsynleg.
UMMÆLI