Aldrei fleiri á N1 mótinu

Aldrei fleiri á N1 mótinu

Nú fer fram á Akureyri þrítug­asta og fjórða N1 mótið í knatt­spyrnu. Mótið hófst í hádeginu í gær og mun standa til laugardags. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks á mót­inu en nú.

Samtals eru 212 lið skráð til leiks í ár en mótið hefur lengi verið einn vinsælasti íþróttaviðburður landsins. 1.950 strák­ar á aldr­in­um 11-12 ára eru skráðir til leiks á mótinu sem er einnig met.

Í um­fjöll­un um viðburði helgar­inn­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sæv­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóra KA, að skipulagning mótsins hafi litast mjög af ástandinu í þjóðfélaginu. Miklar ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr líkum á Covid smiti.

„Við erum búin að setja upp girðing­ar á svæðinu þannig að því er skipt upp í fjór­ar ein­ing­ar. Við erum síðan með gæslu og reyn­um að tak­marka sam­rými í litl­um rým­um. Þá verða spritt­stöðvar út um allt og dóm­ar­ar munu not­ast við einnota flaut­ur,“ seg­ir Sæv­ar í Morgunblaðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó