Aleppo Kebab komið upp í Göngugötunni – Mynd

Matsölustaðurinn Aleppo Kebab er að taka á sig mynd og styttist nú í opnun staðarins sem verður staðsettur í Hafnarstræti 103.

Hans hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en það er Khattab Almohammad, flóttamaður frá Sýrlandi sem er maðurinn á bak við þennan nýja veitingastað sem mun auka fjölbreytni við matarflóru Akureyringa.

Aleppi Kebab mun opna þriðjudaginn 1. ágúst og er lokaundirbúningur nú í fullum gangi eins og má sjá á myndinni hér að neðan.

Mynd af Facebook

UMMÆLI