Aleppo Kebab opnar 1.ágúst

Veitingastaðurinn Aleppo Kebab er að taka á sig mynd og styttist nú í opnun staðarins sem verður staðsettur í Hafnarstræti 103.

Hans hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en það er Khattab Almohammad, flóttamaður frá Sýrlandi sem er maðurinn á bak við þennan nýja veitingastað sem mun auka fjölbreytni við matarflóru Akureyringa.

Auk þess að bjóða upp á sýrlenskan mat verða til sölu á svokallaðar shishavatnspípur sem einnig eru stundum kallaðar hookah.

Sambíó

UMMÆLI