Alex hlaut silfur á EM í kraftlyftingum og bætti eigið Íslandsmet

Alex hlaut silfur á EM í kraftlyftingum og bætti eigið Íslandsmet

Alex Cambray Orrason tryggði sér silfuverðlaun í hnébeygju á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði í dag. Á sama tíma bætti hann eigið Íslandsmet. Mótið er haldið í Pilsen í Tékklandi en Alex keppir í -93kg opnum flokki.

Á mótinu byrjaði hann á að taka 327,5 kg í beygju, næst 345 kg og í þriðju beygjunni lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti. Sú lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í flokknum. Þetta kemur fram á kraft.is. Alex tók einnig þátt í bekkpressu, og réttstöðulyftu þar sem hann lenti í 4. sæti.

Alex var bæði valin íþróttmaður ársins hjá KA og hjá Akureyrabæ árið 2024.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó