Alex vann gull á Vestur-Evrópuleikunum

Alex vann gull á Vestur-Evrópuleikunum

Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands í Frakklandi um helgina á Vestur-Evrópuleikunum í kraftlyftingum. Alex gerði sér lítið fyrir og vann bæði sinn flokk sem og opna flokkinn.

Alex lyftir í búnaðarlyftingum en hann lyfti 347,5 kg í hnébeygju sem er nýtt Vestur-Evrópu og Íslandsmet.

Þá lyfti hann 212,5 kg í bekkpressu og 277,5 kg í réttstöðulyftu sem skilaði honum 837,5 kg í samanlagðri þyngd og er það bæting á hans persónulega meti um alls 40 kg.

„Stórglæsilegur árangur hjá okkar manni sem kemur því heim með gull af þessu sterka móti og frábært að sjá þessa mikla bætingu. Það er áfram nóg framundan og ljóst að það verður afar gaman að fylgjast með áframhaldandi framgöngu Alex á næstu mótum,“ segir á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI