Álfaborg opnaði á ný í morgun eftir neikvæða sýnatöku

Álfaborg opnaði á ný í morgun eftir neikvæða sýnatöku

Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd opnaði á ný í morgun. Leikskólanum var lokað á þriðjudag á meðan beðið var niðurstöðu úr sýnatöku sem fjölskyldumeðlimur starfsmanns í skólanum fór í.

Ekki reyndist um Covid-19 að ræða og því gátu nemendur og starfsmenn leikskólans mætt aftur til starfa í morgun.

„Þetta er mikill léttir og nú getur skólastarfið í leikskólanum hafist með nýjum nemendum og spennandi verkefnum. Um leið er sú staða sem upp kom áminning um að við slökum ekki á og höldum áfram að halda starfinu svæðaskiptu og takmörkum samgang milli svæða,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó