Alli Vestmann – Sýning í DeiglunniAðalsteinn Vestmann hefði orðið níræður í dag, 12.ágúst.

Alli Vestmann – Sýning í Deiglunni

Í tilefni þess að Aðalsteinn Vestmann hefði orðið níræður í dag, 12.ágúst, hafa aðstandendur hans ákveðið að halda sýningu á verkum hans í Deiglunni til að heiðra minningu hans og minnast tímamótanna.

Myndirnar sem verða til sýninga eru eignir vina og ættingja. Í tilkynningu segir að ekki sé um sölusýningu að ræða heldur bara tækifæri til að koma og skoða, minnast og njóta.

Sýningin opnaði í dag og stendur opin alla helgina frá kl. 14:00-18:00, föstudag til sunnudags.

Sambíó

UMMÆLI