Allir Íslandsmeistararnir koma úr Skautafélagi Akureyrar

Allir Íslandsmeistararnir koma úr Skautafélagi Akureyrar

Skautarar frá Skautafélagi Akureyrar unnu alla þrjá Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Laugardal um helgina. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í Advanced Novice, Júlía Rós Viðarsdóttir í Junior og Aldís Kara Bergsdóttir í Senior. Allar þrjár voru að verja titlana sína frá því í fyrra.

Aldís Kara Bergsdóttir setti einnig stigamet á Íslandi á mótinu bæði í stutta prógraminu og frjálsa prógraminu sem og í heildarstigum. Aldís Kara hefur verið að slá í gegn í skautaheiminum undanfarið en hún varð fyrst Íslendinga til að keppa í undankeppni Ólympíuleikanna, en það gerði hún í september. Í október varð hún svo fyrst Íslendinga til að ná lágmarki inn á Evrópumót. Það gerði hún á téðu móti í Finnlandi. Evrópumótið fer fram í Tallinn í Eistlandi í janúar næstkomandi.

Nánari umfjöllun um Íslandsmeistaramótið má finna á vef Iceskate.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó