Almarr yfirgefur KA

Almarr Ormarsson er genginn til liðs við Fjölni úr Grafarvogi frá KA á þriggja ára samningi.

Almarr, sem er 29 ára gamall, lék í heildina 99 leiki fyrir KA á árunum 2005-2008 og síðan frá 2016-2017. Í Sumar lék hann 20 leiki fyrir KA í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim 3 mörk.

Síðasta sumar lék Almarr á miðri miðjunni og var lykilhlekkur í KA liðinu sem endaði í 7.sæti Pepsi-deildarinnar. Ljóst er að það er áfall fyrir KA-menn að missa Almarr.

Ástæðan fyrir félagaskiptunum ku vera sú að Almarr og kærasta hans eignuðust barn í síðasta mánuði og vildu þau vera á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

UMMÆLI