Skúlptúrinn Altari elds og vatns hefur verið reistur í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn. Um er að ræða fyrsta skúlpturinn af fjórum sem áætlað er að koma fyrir í gerðinu á næstu árum. Í tilkynningu á Facebook síðu Heimskautsgerðisins er altarinu lýst á þessa vegu:
Altari elds og vatns endurspeglar frumkraftana eld og vatn sem gegna lykilhlutverki í öllum trúarbrögðum. Staður til hugleiðslu, bæna og óskabeiðna, óháð trú eða lífsskoðun. Virðing fyrir þessum kröftum getur flutt fjöll.
Verkið var fjármagnað með styrk frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar Alþingis, með mótframlagi frá Norðurþingi. Að verkinu komu Teiknistofa Norðurlands, Steinsmiðja Akureyrar og Vökvaþjónusta Kópaskers.

Í tilkynningu segir að næstu skref séu að leita eftir frekara fjármagni til að ljúka við næstu þrjú verk og efla þannig ferðaþjónustu á svæðinu. Frekari upplæýsingar um Heimskautsgerðið má finna á Arctichenge.com


COMMENTS