Alþjóðastofa fékk 33,7 milljón króna styrkZane Brikovska frá Alþjóðastofu á Akureyri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á Íslandi. Mynd: Arnaldur Halldórsson.

Alþjóðastofa fékk 33,7 milljón króna styrk

Alþjóðastofa Akureyrarbæjar hlaut nýverið 33,7 milljón króna styrk úr menntahluta Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins til að vinna verkefni á sviði fullorðinsfræðslu. Rannís úthlutaði styrkjunum til 43 evrópskra samstarfsverkefna, samtals um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna.

Verkefnið, sem Zane Brikovska verkefnastjóri Alþjóðastofu leiðir, nefnist „Migrant Women as Healthcare Mentors – MEDICE“ og snýst um að konur af erlendum uppruna verði leiðbeinendur innan heilbrigðiskerfis. Markmið verkefnisins er að bæta og auðvelda aðgengi kvenna af erlendum uppruna og barna þeirra að heilbrigðisþjónustu í nýju landi með því að þróa nýjungar í tungumálakennslu sem tengjast heilsugæslu.

Einnig verður þróað verkfæri, Multimedia Mentoring Guide, til notkunar í fullorðinsfræðslu í því skyni að þjálfa konur til að starfa sem ráðgjafar innan sinna samfélaga, veita gagnlegar upplýsingar til jafningja sinna um heilbrigðiskerfið og stuðla að jákvæðu viðhorfi til forvarna.

Að verkefninu vinna með Alþjóðastofu Akureyrarbæjar stofnanir í Bretlandi, Póllandi, Tékklandi og á Kýpur.

UMMÆLI