Prenthaus

Alþjóðlegt eldhús haldið á Amtsbókasafninu

Alþjóðlegt eldhús haldið á Amtsbókasafninu

Síðastliðinn laugardag, 12. nóvember, var Alþjóðlegt eldhús haldið á Amtsbókasafninu og hægt var að smakka rétti frá tólf löndum.

Innflytjendaráð Akureyrar og nágrennis stóð fyrir viðburðinum. Markmið viðburðarins var að kynna mismunandi matarmenningu og efla tengsl milli allra íbúa bæjarins. Þetta var í sjötta skiptið sem að Alþjóðlega eldhúsið var haldið á Akureyri.

Að þessu sinni var boðið upp á mat frá Brasilíu, Filipseyjum, Króatíu, Póllandi, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu, Sýrlandi, Úkraínu, Ungverjalandi, Þýskalandi og Hong Kong.

UMMÆLI