Alvarlegt ástand hársnyrtifyrirtækja á Akureyri

Alvarlegt ástand hársnyrtifyrirtækja á Akureyri

Ívar Eiríkur Sigurharðarson, formaður Félags hársnyrtimeistara á Akureyri, hefur biðlað til þingmanna í Norðausturkjördæmi að bregðast við því ástandi sem hársnyrtistofur og önnur lítil fyrirtæki upplifa nú vegna Covid-19.

Þriðjudaginn 24. mars 2020 var öllum sem stunda hársnyrtiiðn gert að loka starfsemi sinni samkvæmt lögum vegna Covid-19.  Þá náði stjórnvaldsskipunin um lokun til þriðjudagsins 14. apríl 2020 en var svo fljótlega framlengd til 4. maí 2020.  

„Vegna þessa lokunar eru mörg lítil fyrirtæki, hársnyrtistofur í miklum greiðsluerfiðleikum vegna fastra kostnaðarliða sem þarf að greiða af húsnæði, leiguhúsnæði, raforku, hita, símreikninga, nettengingar og sorpgjalda svo eitthvað sé nefnt þrátt fyrir að engin innkoma komi inn til þess, m.a. að standa undir þessum kostnaði.  Þetta er fyrir utan allan launakostnað sem fyrirtækjum er gert að gera skil á upp að 25% launa starfsmanna. Sumir sitja uppi með birgðarreikninga en enga sölu,“ skrifar Ívar í pósti til þingmanna.

„Við þurfum tafarlausar aðgerðir strax. Við þurfum beina styrki til þessara fyrirtækja, styrk sem myndi dekka þennan fasta kostnað sem þarf að greiða meðan starfsemin liggur niðri vegna stjórnvaldsskipunarinnar og engin innkoma er.“

Sambíó

UMMÆLI