Álvaro Montejo framlengir við ÞórÓðinn Svan formaður og Alvaro. Mynd/Aron Elvar

Álvaro Montejo framlengir við Þór

Álvaro Montejo sem kom til Þórsara fyrir tímabilið frá ÍBV og hefur slegið í gegn í sumar með liðinu hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Álvaro skoraði 18 mörk í 25 leikjum fyrir liðið í sumar í deild og bikarkeppni.

Fyrr í sumar framlengdi einnig hinn Spánverjinn í liði Þórsara, Nacho Gil, sjá hér.

Ljóst er að það er mikill styrkur fyrir Þórsara að halda sínum bestu mönnum fyrir átökin í Inkasso deildinni á næsta ári, en liðinu mistókst að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni þegar liðið lenti í 3. sæti í Inkasso deildinni í sumar.

Þá munu Þórsarar tilkynna nýjan þjálfara á næstu dögum en Lárus Orri hætti með liðið eftir tímabilið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó