Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Ályktun SSNE um aukið aðgengi að fjarnámi

Ályktun SSNE um aukið aðgengi að fjarnámi

Á aukaþingi SSNE sem haldið var í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 23. september 2022 ályktaði SSNE að leggja þyrfti þunga áherslu á aukið aðgengi að fjarnámi á háskólastigi. Í ályktun SSNE segir að aukið aðgengi að fjarnámi á háskólastigi skipti sköpum fyrir lífsgæði og atvinnulíf á Norðurlandi eystra.

Hvetur þingið háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til að beita sér af fullum þunga fyrir því að háskólar landsins bjóði upp á fjölbreytt fjarnám.

„Þar sem stærsti háskóli landsins, Háskóli Íslands, hefur ekki sýnt nægjanlegan vilja í verki til að sinna nemendum utan höfuðborgarsvæðisins, sér aukaþing SSNE ástæðu til þess að hvetja sérstaklega stjórnendur HÍ og kennara skólans til að gera almennt betur í þjónustu við íbúa landsbyggðanna, sem hvorki þarf að vera kostnaðarsamt né flókið,“ segir í ályktun SSNE.

UMMÆLI

Sambíó