Amanda Eir gefur út sitt fyrsta lag

Akureyringurinn Amanda Eir sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag. Amanda Eir segir í samtali við Kaffið.is að hún hafi sungið frá unga aldri og hana hafi alltaf dreymt um að gefa frá sér sína eigin tónlist.

Amanda lét drauminn rætast með hjálp frá eiginmanni sínum, rapparanum Nonykingz sem samdi textann við lagið. Nonykingz hefur vakið töluverða athygli í tónlistarlífi Akureyrar en hann sendi á dögunum frá sér lag sem fjallaði um kaffidrykkju Íslendinga.

Lagið Call You My Baby með Amöndu Eir má nálgast á Spotify en Amanda segir að það meiri búast við fleiri lögum frá henni á næstunni, hún sé rétt að byrja.

UMMÆLI

Sambíó