Andrea Kolbeinsdóttir og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur vertical Gyðjuna

Andrea Kolbeinsdóttir og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur vertical Gyðjuna

Metþátttaka var í fjallahlaupinu 66°Norður Súlum Vertical sem var haldið á Akureyri á laugardaginn. Um 520 manns voru skráðir í fjögur hlaup:  Gyðjuna (100 km), Tröllið (43 km), Súlur (28) km, Fálkinn (19 km), og upphækkanirnar 3580 m, 1870 m, 1410 m og 530 m. 

Í endamarkinu í miðbæ Akureyrar tók mikill fjöldi fólks á móti hlaupurum og skapaðist góð stemning meðal þátttakenda, aðstandenda þeirra og annarra gesta, en þess má geta að um 100 sjálfboðaliðar tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd hlaupsins.

Fyrst kvenna í Gyðjuni var Andrea Kolbeinsdóttir en Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla. Bæði voru þau á ótrúlegum tímum og bættu brautarmet í Gyðjunni frá því í fyrra um nokkrar klukkustundir! Í Tröllinu sigraði Anna Berglind Pálmadóttir í kvennaflokki og Sigurjón Sturluson í karlaflokki. Í Súlum sigraði Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir í kvennaflokki og Jörundur Frímann Jörundsson í karlaflokki. Fálkann sigraði Elín Edda Sigurðardóttir í kvennaflokki og Egill Gunnarsson í karlaflokki. 

Súlur vertical 2024 – úrslit:

Fálkinn konur: Fálkinn karlar:
1. Elín Edda Sigurðardóttir 1:28:06 1. Egill Gunnarsson 1:21:06
2. Íris Anna Skúladóttir 1:28:15 2. Ásgeir Daði Þórisson 1:21:10
3. Arna Sól Sævarsdóttir 1:40:43 3. Sigurgísli Gíslason 1:21:51

Súlur konur: Súlur karlar:
1. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir   2:51:31 1. Jörundur Frímann Jónsson 2:34:02
2. Birna María Másdóttir   3:19:39 2. Grétar Örn Guðmundsson 2:36:44
3. Eva Birgisdóttir   3:25:34 3. Guðlaugur Ari Jónsson 2:41:10

Tröllið konur: Tröllið karlar:
1. Anna Berglind Pálmadóttir 4:49:13 1. Sigurjón Sturluson 4:13:27
2. Hildur Aðalsteinsdóttir 5:03:11 2. Baldvin Ólafsson 4:29:23
3. Guðfinna Kristín Björnsdóttir 5:08:49 3. Victor Aubin 4:32:28

Gyðjan konur: Gyðjan karlar:
1. Andrea Kolbeinsdóttir 12:14:33 1. Þorbergur Ingi Jónsson 9:48:39
2. Elísa Kristinsdóttir 13:12:44 2. Hlynur Guðmundsson 12:34:57
3. Rannveig Oddsdóttir 13:12:45 3. Sigfinnur Björnsson 12:35:34

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó