Í tilkynningu frá KA kemur fram að Andri Fannar Stefánsson muni ekki spila fyrir félagið lengur. Hann mun þó halda áfram sem afreksþjálfari 13–16 ára drengja og aðalþjálfari 5. flokks drengja hjá KA.
Andri Fannar lék sinn fyrsta deildarleik fyrir KA árið 2008, þá aðeins 17 ára gamall.Hann gekk í raðir Valsmanna árið 2010 þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis Bikarmeistari.
Í sumar náði Andri Fannar þeim merka áfanga að spila 200 leiki í efstu deild. Hann lék alls 186 leiki fyrir KA í deild, bikar, meistarakeppni KSÍ og Evrópukeppni og skoraði í þeim 13 mörk.
„Við þökkum Andra kærlega fyrir hans frábæra framlag til KA á vellinum og hlökkum til að vinna áfram náið með honum í að byggja upp yngriflokkastarf okkar enn frekar,“ segir á vef KA.


COMMENTS