Andri Fannar stóð sig vel í Finnlandi

Sjöþraut karla í frjálsum íþróttum á finnska meistaramótinu í Jyvaskyla er lokið með misjöfnum árangri Íslendinganna sex sem tóku þátt i mótinu.

Andri Fannar Gíslason úr KFA var sterkastur Íslendinganna og náði sínum besta árangri. Hann hlaut samtals 4889 stig sem skiluðu honum fjórða sæti á mótinu.

Andri bætti sinn persónulega árangur í langstökki þegar hann stökk 6.44 metra á fyrri degi mótsins. Á seinni degi bætti hann persónulegt met sitt í 60 metra grindahlaupi þegar hann hljóp á 8,68 sekúndum.

UMMÆLI


Goblin.is