Anna Berglind fyrst í kvennaflokki í LaugavegshlaupinuAnna kemur í mark í gær. Mynd: laugavegshlaup.is

Anna Berglind fyrst í kvennaflokki í Laugavegshlaupinu

Akureyringurinn Anna Berglind sigraði í gær í kvennaflokki í Laugarvegshlaupinu.
Anna kom í mark á tímanum 5:24:00 sem er 6. besti tími kvenna í hlaupinu frá upphafi og 3. besti tími íslenskra kvenna. Besti tími Önnu Berglindar fyrir hlaupið í dag var 5:26:28 frá því í fyrra þegar hún lenti í 2. sæti og hún því að bæta tímann sinn um tvær og hálfa mínútu.
Í öðru sæti var Elísabet Margeirsdóttir á 5:56:16 en hún var að klára sitt 10. Laugavegshlaup í dag og hljóp Laugaveginn tvisvar í gær. Í þriðja sæti var Silke Ursula Eiserbeck frá Þýskalandi á 5:59:37.

Fyrstur í mark í karlaflokki, og sigurvegari hlaupsins í ár, var Þorbergur Ingi Jónsson á tímanum 04:32:15, en hann hljóp einnig Laugarveginn tvisvar í gær. Í öðru sæti var Örvar Steingrímsson á tímanum 04:44:39 og í því þriðja var Birgir Már Vigfússon á tímanum 04:55:54.

Sigurvegararnir Anna Berglind og Þorbergur Ingi. Mynd: laugavegshlaup.is

Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar en 513 hlauparar komu í mark í Þórsmörk og hafa aldrei jafn margir lokið hlaupinu og í ár, hlaupið fór fram í 23. sinn í gær.

UMMÆLI