Fyrstu mælingar benda til að jarðskjálfti að stærðinni fimm hafi riðið yfir um 25 kílómetra austan við Grímsey um fimmleytið í nótt. Jarðskjálftinn var á svipuðum slóðum og sá sem mældist 4,7 að stærð seinustu nótt. Jarðskjálftinn nú í nótt fannst meðal annars á Dalvík, Húsavík og Akureyri.
Samkvæmt Ingibjörg Andreu Bergþórsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, eru skjálftarnir vegna hreyfinga í Grímseyjarbrotabeltinu og eru ekki merki eru um gosóróa.
Í samtali við Vísi segir Ingibjörg:
„Það er ekki hægt að segja til um það, en þetta er fínt tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um að þarna geta orðið skjálftar um sex að stærð.“
UMMÆLI