Anton Líni gaf út nýtt lag og heldur tónleika með Birki Blæ og Stefáni Elí á Græna Hattinum

Anton Líni gaf út nýtt lag og heldur tónleika með Birki Blæ og Stefáni Elí á Græna Hattinum

Anton Líni er ungur og efnilegur tónlistarmaður sem hefur risið nokkuð uppá á sjónarsviðið að undanförnu.
Anton er Þingeyringur en fluttist til Akureyrar fyrir nokkrum árum til að fara framhaldsskóla. Frá því í ágúst hefur hann verið í náminu; Skapandi tónlist, hjá Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem fleira ungt tónlistarfólk hefur verið að gera gott mót uppá síðkastið.

,,Heltekinn“ er nýjasta lag Antons en það kom út 1. janúar síðastliðinn. Áður hefur Anton Líni gefið út fleiri lög og þar má nefna ,,Ég veit“ enn það kom út fyrr í vetur. Hægt er að fylgjast með Anton Líni inn á Spotify og á Facebook.

Svo munu fylgja fleiri lög í kjölfarið sem endar á plötu í maí. Þann 31. janúar er Anton Líni að fara halda tónleika á Græna Hattinum ásamt Birki Blæ og Stefán Elí. Hægt er að fylgjast nánar með viðburðinum hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó