Appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi eystra

Appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi eystra

Í morgun klukkan 09:00 fór í gildi  appelsínugul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra.

Í athugasemd á vef Veðurstofunnar segir: ,,Suðvestan og vestan hríðarveður, víða 20-28 m/s, éljagangur, einkum í Eyjafirði og norðantil á svæðinu. Skafrenningur með lélegu skyggni, víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegur og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gild. Fólki er bent á að sýna varkáni og fylgjast með veðurspám.“ 

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur hvatt fólk til þess að fara varlega og leita sér upplýsinga.

„Þeim sem eiga börn í grunn- eða leikskólum er ráðlagt að fylgjast með heimasíðu viðkomandi stofnunar. Reynslan hefur kennt okkur að suðvestanátt getur verið erfið á Akureyri, sérstaklega í Glerárhverfi þar sem suðvestanáttin kemur oft öflug niður úr Glerárdal. Bendum einnig á heimasíðu Vegagerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir, þegar þetta er skráð,“ segir á Facebook síðu lögreglu.

UMMÆLI

Sambíó