Appelsínugul viðvörun á Norðausturlandi

Appelsínugul viðvörun á Norðausturlandi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt (9. janúar) og gildir til klukkan 18:00 saman dag.

Sjá einnig: Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við slæmu veðri

Búist er við norðvestan stormi með 20 til 30 metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi og jafnvel stórhríð á þessum slóðum þegar verst lætur. Þá geta vindhviður geta náð allt að 45 metrum á sekúndu á Austfjörðum þar sem veðrið verður hvað verst.

Fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum á meðan veðrið gengur yfir og eru vegfarendur hvattir til þess að fylgjast með veðurspá á vefsíðu Veðurstofu Íslands: https://www.vedur.is/vidvaranir og færð og ástandi vega á vefsíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/…/fae…/allt-landid-faerd-kort/

UMMÆLI

Sambíó