Krónan Akureyri

Áramótabrennum Akureyrarbæjar aflýst

Áramótabrennum Akureyrarbæjar aflýst

Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennur á vegum Akureyrarbæjar í ár. Í tilkynningju bæjarins segir að ekki sé talið skynsamlegt að halda fjöldasamkomur miðað við sóttvarnartakmarkanir. Faraldurinn sé í miklum vexti og mikil óvissa sé um þróunina næstu daga og vikur.

„Þetta er í samræmi við ákvarðanir annarra sveitarfélaga, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að áramótabrennur fari fram utandyra draga þær að sér fjölda fólks og mikilvægt að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Ketilkaffi

UMMÆLI

Krónan Akureyri