Áramótabrennum Akureyrarbæjar aflýst

Áramótabrennum Akureyrarbæjar aflýst

Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennur á vegum sveitarfélagsins að þessu sinni sökum aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins í dag.

„Fjöldi manns hefur alla jafna safnast saman við Réttarhvamm á Akureyri og notið áramótabrennu og flugeldasýningar. Nú þegar fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns er ekki annað hægt en að fella niður viðburðinn. Sama gildir um brennur í Hrísey og Grímsey. 

Þetta er í samræmi við ákvarðanir margra annarra sveitarfélaga, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, enda er mikilvægt að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gangi fram með góðu fordæmi, sýni ábyrgð í verki og hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu.


Goblin.is

UMMÆLI


Goblin.is