Ari Orrason sendir frá sér nýtt lag

Ari Orrason sendir frá sér nýtt lag

Akureyringurinn Ari Orrason gefur út lagið Einbeittur Brotavilji á föstudaginn. Þetta er sjötta lagið sem Ari sendir frá sér ásamt hljómsveit sem skipar þá Hafstein Davíðsson trommuleikara, Pétur Smára Víðisson gítarleikara og Jóhann Þór Bergþórsson bassaleikara..

Ari segir lagið vera rokkað popp-pönk lag sem fjallar um eftirsjá á eigin framkomu og þörfina fyrir því að vera hataður af öðrum aðila. Lagið og textann samdi hann fyrir Vestan í Norðurárdalnum síðasta sumar.

„Sjálfur syng ég og spila á gítar. Lagið sjálft er undir ýmsum áhrifum en þau helstu eru Tom Morello gítarleikari og Arctic Monkeys. Lagið kemur út þann 27. nóvember og er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum,“ segir Ari við Kaffið.is

UMMÆLI