Árleg jólapakkasöfnun Glerártorgs hafin

Árleg jólapakkasöfnun Glerártorgs hafin

Árleg jólapakkasöfnun Glerártorgs er hafin. Söfnunin er í samstarfi við Jólaaðstoð, sem er samstarf Rauða krossins við Eyjafjörð, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Hjálparstarfs kirkjunnar

Gestir Glerártorgs eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatréið á Glerártorgi.

„Þetta er göfugt verkefni sem við erum stolt að fá að taka þátt í. Gott er að merkja pakkann kyni og aldri barns. Samtökin sem að þessu koma taka enn á ný höndum saman við að aðstoða þá sem minna hafa á milli handana og þurfa aðstoð, ekki síst fyrir jólin. Eins og undanfarin ár þá fer söfnunin fram við stóra jólatréð á „Torginu“ þeir sem vilja leggja söfnuninni lið eru beðnir að vera tímanlega á ferðinni en síðasti dagur söfnunarinnar í ár er 6 desember,“ segir í tilkynningu frá Glerártorgi.

https://fb.watch/23ESDKwfmw/

UMMÆLI

Sambíó