beint flug til Færeyja

Ármann Ketilsson – Fimleikaþjálfari ársinsMynd/KA

Ármann Ketilsson – Fimleikaþjálfari ársins

Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa hjá fimleikadeild KA, var á miðvikudaginn kjörinn fimleikaþjálfari ársins. Þetta kemur fram á vef KA en Fimleikasamband Íslands stóð fyrir kjörinu.

„Fjöldi einstaklinga var tilnefndur og að Ármann hafi verið kjörinn segir allt hve frábært starf hann hefur unnið fyrir fimleikadeild KA,“ segir í tilkynningu á ka.is.

Framsókn

Við val á þjálfara ársins var haft að leiðarljósi að þjálfari þurfi að vera í góðu samstarfi við iðkendur, foreldra, samþjálfara og starfsfólk félagsins. Einnig að lítið sem ekkert brottfall sé í hans hópi og að þeir sem stundi íþróttina nái fram góðum framförum undir stjórn þjálfarans.

„Ármann hefur unnið í fjöldamörg ár sem yfirþjálfari krílahópa og erum við heldur betur í skýjunum með hans frábæra starf. Líklega hafa allir núverandi iðkendur fimleikadeildar KA byrjað sem kríli og fengið fimleikabakteríuna frá krílatímanum. Við óskum Ármanni innilega til hamingju með þennan mikla heiður,“ segir á vef KA.

VG

UMMÆLI