Arna Sif lék allan leikinn í sigri Verona

Arna Sif Ásgrímsdóttir

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn í mikilvægum sigri Verona gegn Empoli í Serie A-deildinni um helgina. Verona hafði fyrir helgina tapað þremur leikjum í röð og því var sigurinn mjög kærkominn.

Það var liðsfélagi Örnu í landsliðinu Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði bæði mörk Verona í leiknum. Lokatölur 2:1 fyrir Verona.

Lið Verona sigur í 8.sæti Serie A eftir leiki helgarinnar. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn gegn Tavagnacco.

 

UMMÆLI