Arna Sif spilaði allan leikinn í jafntefli

 

Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði allan leikinn fyrir lið sitt Verona í 1-1 jafntefli gegn Fimauto Valpolicella í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag. Þetta var fyrsti leikur Örnu á Ítalíu en hún gekk til liðs við Verona fyrr í mánuðinum.

Annar íslendingur kom við sögu í leiknum en Berglind Björg Þorvaldsdóttir er liðsfélagi Örnu hjá Verona. Hún gekk einnig til liðs við Verona nýlega.

Verona er eftir leikinn með 5 stig í 5.sæti deildarinnar. Liðið endaði í 3.sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó