fbpx

Arna Sif spilaði gegn Juventus

Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði sinn annan leik fyrir ítalska liðið Verona í gær. Arna gekk til liðs við liðið frá Val í lok sumars. Hún var í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Juventus.

Verona tapaði leiknum 1-0 en hin finnska Sanni Franssi skoraði sigurmarkið á 50. mínútu. Verona situr í sjötta sæti deildarinnar eftir fjóra leiki með fimm stig en liðið endaði í 3.sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.

UMMÆLI