Arnar Grétarsson í langt bann og KA fær sektMynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson í langt bann og KA fær sekt

Arnar Grétarsson, knattspyrnuþjálfari KA, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir hegðun sína og framkomu í garð dómara í leik KA og KR sem fór fram á Greifavellinum á Akureyri fyrir rúmri viku síðan. KA fær einnig 100 þúsund króna sekt.

Arnar fékk að líta rautt spjald fyrir hegðun sína í lok leiksins gegn KR. Samkvæmt umfjöllun Fótbolta.net kallaði Arnar fjórða dómara leiksins „Fokking fávita“ eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Sveinn Arnarsson, fjórði dómari leiksins, er búsettur á Akureyri.

Samkvæmt umfjöllun á vef RÚV er bann Arnars eitt lengsta bann sem sögur fara af. Arnar hefur þegar tekið út einn leik af banninu og á því nú fjóra leiki eftir.

Sambíó

UMMÆLI