Arnar Grétarsson stýrir KA næstu tvö árin

Arnar Grétarsson stýrir KA næstu tvö árin

Arnar Grétarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og mun því halda áfram stýra karlaliði KA í knattspyrnu. Þetta kemur fram á vef KA í dag.

Arnar tók við liðinu í júlí síðastliðnum hefur aðeins tapað einum leik síðan þá og hjálpað KA úr fallbaráttu.

„Ég er bæði ánægður og stoltur með þessa niðurstöðu“, segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA á vef KA í dag.

„Arnar er afar metnaðarfullur og einstaklega faglegur í allri sinni vinnu og viðhorfi til félagsins. Það ríkir mikil ánægja með hans störf meðal leikmanna okkar sem og allra KA manna. Við væntum þess að Arnar haldi áfram að móta liðið sem og einstaka leikmenn okkar en innan félagsins er, auk reynslubolta okkar, fjöldinn allur af efnilegum metnaðarfullum strákum sem bíða þess að bera uppi framtíðar lið okkar KA manna. Að öllu þessu sögðu tel ég að samkomulag okkar við Arnar Grétarsson séu frábærar fréttir til stuðningsmanna KA og sýni best metnað félagsins í því að ná sífellt meiri árangri. Þessi metnaður er afskaplega ríkur í félaginu öllu og því gaman að vera KA maður“.

Mynd með frétt: KA.is/Sævar Geir

UMMÆLI