Árni Beinteinn og Þórdís Björk snúa aftur norður

Árni Beinteinn og Þórdís Björk snúa aftur norður

Árni Beinteinn Árnason leikur Benedikt búálf í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á ævintýralega fjölskyldusöngleiknum um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og Þorvald Bjarna Þorvaldssonar. Söngleikurinn hlaut sigur í spennandi netkosningu þar sem áhorfendur fengu að velja næstu fjölskyldusýningu Leikfélags Akureyrar og verður frumsýndur verður í Samkomuhúsinu í febrúar 2021.

Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í söngleiknum sem Dídí mannabarn. Þórdís Björk er einnig tónlistarkona en hún spilar með sveit sinni Reykjavíkurdætur. Hún hefur starfað mikið við talsetningar og talar og syngur til að mynda fyrir Önnu prinsessu í Frozen. Þórdís fór með annað aðalhlutverkið í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar í Samkomuhúsinu á síðasta leikári en Árni Beinteinn lék einnig í verkinu. Bæði eru því öllum hnútum vön á Akureyri og spennt að koma aftur norður.

Söngleikurinn Benedikt búálfur var fyrst settur upp árið 2002 í Loftkastalanum. Þá var það Björgvin Franz Gíslason sem fór svo eftirminnilega með hlutverk búálfsins. „Það er ótrúlega ánægjulegt að fá þetta skemmtilega hlutverk og fá að takast við þetta verkefni með öllu þessu hæfileikafólki. Söngleikurinn um Benedikt búálf hafa verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég sá hann fyrst í Loftkastalanum sem barn og það er eiginlega óraunverulegt að feta nú í fótspor Björgvins Franz tæpum 20 árum síðar,“ segir Árni Beinteinn.

UMMÆLI