Árni Pétur leikur í Hamingjudögum

Árni Pétur leikur í Hamingjudögum

Stórleikarinn Árni Pétur Guðjónsson leikur á móti Eddu Björgu Eyjólfsdóttur í verkinu Hamingjudagar sem sýnt verður í Black Box í Menningarhúsinu Hofi í byrjun september.

Árni Pétur hefur leikið í fjölda kvikmynda á borð við Agnes, Sódóma Reykjavík, Stella í Orlofi, Tár úr steini og Vandarhögg eftir Hrafn Gunnlaugsson en sú var tekin upp á Akureyri. Hann hefur einnig leikið í fjölda uppsetninga í leikhúsunum og þar á meðan einleiknum Svikarinn sem færði honum tilnefningu til Grímunnar, Rómeó og Júlíu með Vesturporti og Svört Kómedía hjá Leikfélagi Akureyrar í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Að ógleymdri sprenghlægilegu sjónvarpsseríunni Hæ Gosa sem öll var tekin upp á Akureyri. Svo er ekkert verra að hann á ættir að rekja hingað norður en afi hans, Pétur Sigurgeirsson, var frá Oddstöðun í N-Þingeyjarsýsu.

Verkið Hamingjudagar verður sýnt í Hofi 2., 3., 9. og 10. September

Sambíó

UMMÆLI