Arnór Þór markahæstur í sigri

Arnór Þór Gunnarsson

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Bergischer í þýsku B-deildinni í handbolta. Arnór Þór er markahæsti leikmaður deildarinnar með 108 mörk. Arnór skoraði 9 mörk og var markahæsti leikmaður Bergischer í 31-25 sigri á Emsdetten um helgina. Bergischer er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig eftir þrettán leiki.

Odddur Gretarsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoruðu báðir 3 mörk þegar Balingen sigraði Aue 31-22. Balingen fór með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 13 leiki.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó