Arnór Þór með enn einn stórleikinn

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið frábær með liði Bergischer í þýsku B-deildinni í handbolta í vetur. Bergischer mætti liði Saarlouis á heimavelli í gær og Arnór átti enn einn stórleikinn.

Arnór skoraði níu mörk úr níu skotum í 33-19 sigri. Arnór hefur nú skorað 54 mörk í fyrstu 7 umferðunum og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar.

Bergischer féll úr efstu deild á síðasta tímabili en ætla sér greinilega ekki að stoppa lengi í B-deildinni. Liðið er í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu sjö leikina.

 

UMMÆLI